Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 313. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Prentað upp.

Þskj. 627  —  313. mál.
Viðbót.




Breytingartillögur



við frv. til l. um afnám laga nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, með síðari breytingum, og breyting á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      4. gr. orðist svo:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


             Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherrum, alþingismönnum og forseta Íslands er heimilt að greiða í lífeyrissjóð að eigin vali enda fari starfsemin eftir lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
     2.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Séu verðmæti réttinda ráðherra og alþingismanna í þeim sjóði sem valinn hefur verið á grundvelli 4. gr. þessara laga minni en verðmæti réttinda samkvæmt lögum nr. 141/ 2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, sbr. lög nr. 169/2008, skal kjararáð ákveða sérstakt álag á laun viðkomandi sem nemur mismuni á verðmæti réttinda að teknu tilliti til iðgjalds.